.png)
Bókasafnið tekur þátt í Viku 17 (í viku 18)
Nú um þessar mundir halda bókasöfn víða um land upp á Viku 17, alþjóðlega viku Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Bókasafnið Ísafirði tekur þátt í því.
Nú um þessar mundir halda bókasöfn víða um land upp á Viku 17, alþjóðlega viku Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Bókasafnsins Ísafirði sem snúa að sjálfbærni, ábyrgri neyslu og framleiðslu.
Vegna fjölda frídaga þetta árið ætlum við að halda upp á Viku 17 í viku 18 (dagana 28. apríl til 3. maí) og munum við smám saman segja betur frá því sem verður í boði á næstu dögum.
Á meðal þess er:
Skiptimarkaður fyrir plöntur og púsl
Gefins bækur og tímarit úr safnkostinum
Netasmiðja
Fylgist vel með á Facebook síðu Bókasafnsins og á safnis.is!
Nánari upplýsingar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á www.heimsmarkmidin.is