Nýtt gler í gluggana
Vegfarendur bæjarins hafa eflaust tekið eftir sérkennilegu útliti Safnahússins síðustu mánuði. Rammarnir úr gluggunum okkar hafa smám saman verið fjarlægðir og fluttir…
Vegfarendur bæjarins hafa eflaust tekið eftir sérkennilegu útliti Safnahússins síðustu mánuði. Rammarnir úr gluggunum okkar hafa smám saman verið fjarlægðir og fluttir til Þingeyrar þar sem verið er að glerja þá upp á nýtt. Á meðan erum við með hlera í stað glugga sem verja okkur og bækurnar fyrir veðri og vindum.
Nú þegar eru nýir gluggar komnir á alla bakhlið hússins og með vorinu mun birta almennilega til hjá okkur á ný. Þessi framkvæmd er kærkomin og einn liður í því að fagna aldarafmæli hússins en þann 17. júní verða 100 ár frá vígslu þess.