
Plöntur og púsl - skiptimarkaður
Skiptimarkaður fyrir plöntur og púsl verður í gangi alla vikuna (28. apríl - 3. maí) á Bókasafninu.
Skiptimarkaður fyrir plöntur og púsl verður í gangi alla vikuna á Bókasafninu. Komið með púsluðu púslin ykkar, plöntur eða afleggjara, skellið þeim á skiptimarkaðinn og takið eitthvað nýtt með ykkur heim
Viðburðurinn er haldinn í tilefni Viku 17 og er markmiðið að stuðla að hringrásarhagkerfi og ábyrgri neyslu.
Við hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta skiptimarkaðinn í vorverkunum!
----------------------------------------------
Vika 17 er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum. Í tilefni vikunnar verða ýmsir viðburðir tengdir Heimsmarkmiðunum á dagskrá Bókasafnsins Ísafirði.
Nánari upplýsingar um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna má finna á www.heimsmarkmidin.is