Nýr vefur Safnahúss að fara í loftið
Ný heimasíða safnanna í Safnahúsinu fer nú í loftið. Hafist var handa um hönnun síðunnar á síðasta ári og er sú vinna nú á lokasprettinum.
Við vonum að með þessari nýju síðu takist okkur að auka miðlun á hinum fjölbreytta safnkosti sem er í húsinu sem og að auka kynningu á þeim viðburðum sem þar eru. Um smíði síðunnar sá Magnús Hávarðarson - Styx ehf.