Sýning á útsaumsverkum Jóns Þórs
Laugardaginn 24. maí kl. 13.30 opnar sýning á útsaumsmyndum Jóns Þórs Jónssonar í Safnahúsinu. Jón þór fæddist á Ísafirði 1942, sonur hjónanna Helgu Engilbertsdóttur og Jóns B. Jónssonar skipstjóra. Hann ólst upp á Ísafirði en flutti suður til Reykjavíkur árið 1961.
Laugardaginn 24. maí kl. 13.30 opnar sýning á útsaumsmyndum Jóns Þórs Jónssonar í Safnahúsinu. Jón þór fæddist á Ísafirði 1942, sonur hjónanna Helgu Engilbertsdóttur og Jóns B. Jónssonar skipstjóra. Hann ólst upp á Ísafirði en flutti suður til Reykjavíkur árið 1961. Jón Þór er lærður þjónn og vann sem slíkur lengi vel, m.a. á Hótel Sögu, Hótel Holti og á Gullfossi síðustu árin sem skipið var í siglingum.
Jón Þór saumaði fyrsta klukkustrenginn þegar hann lá á sjúkrahúsinu á Ísafirði 18 ára gamall. Hann hóf svo að sauma út krosssaumsverk fyrir alvöru þegar hann rak félagsheimilið Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi á árunum 1973 til 1978. Hann saumaði líka mikið út þegar hann rak Hannyrðabúðina á Ísafirði á árunum 1977 til 1981. Var verkunum þá stillt út í glugga og seldust mörg þeirra í kjölfarið. Sum verkanna saumaði hann út þegar hann leysti af sem kokkur á Júlíusi Geirmundssyni.
Jón Þór býr nú í Kópavogi.