Heimsóknir
Laugardaginn síðasta heimsóttu fjölmargir farþegar skemmtiferðaskipa húsið. Tvö skip voru í höfn og komu alls 193 farþegar til okkar og hlýddu á sönginn hennar Katarinu.
Laugardaginn síðasta heimsóttu fjölmargir farþegar skemmtiferðaskipa húsið. Tvö skip voru í höfn og komu alls 193 farþegar til okkar og hlýddu á sönginn hennar Katarinu. Það er gaman að sjá hvað fólk hrífst af húsinu og finnst áhugavert að heimsækja bókasafnið. Margir skoða bókakostinn og hafa gaman af að spreyta sig á íslenskunni. Í þessum hópum voru líka læknar og hjúkrunarkonur sem höfðu mjög gaman af því að skoða sjúkrahússýninguna.