Skólaheimsókn árið 2001
Þessir hressu skólakrakkar heimsóttu Gamla sjúkrahúsið árið 2001 þegar framkvæmdir við húsið stóðu sem hæst.
Þau komu frá Grunnskólanum á Ísafirði, fædd 1990 og hafa því væntanlega verið 11 ára á þessum tíma. Þremur árum seinna var húsið tilbúið til notkunar og vígt sem safnahús við hátíðlega athöfn 17. júní 2004.