Áhugaverð gjöf til hússins
Fyrir skömmu barst húsinu skemmtileg gjöf. Um er að ræða heyrnartól sem notuð voru til að hlusta á útvarpið. Þau hafa nú bæst við sýninguna á 3. hæðinni.
Húsinu voru færð þessi heyrnartól fyrir skömmu en þau voru notuð á sjúkrahúsinu hér á árum áður til að hlusta á útvarpið. Enginn hér í húsinu man eftir þeim og því væri gaman að heyra frá þeim sem kannast við tólin og geta frætt okkur um þau, t.d. á hvaða árabili þau voru í notkun og hvernig þessi tækni virkaði. Heyrnartólin eru skemmtileg viðbót við sjúkrahússýninguna á 3. hæðinni en þar getur að líta gamalt sjúkrarúm og ýmis tól sem voru notuð á sjúkrahúsinu.