![Lýsitexta vantar með mynd.](/datab_myndir/A2.folk_skip015.jpg)
Hvernig grannar erum við?
Í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands árið 2018 er við hæfi að huga að tengslum landsins við næsta nágranna þess, Grænland. Tengsl þessara landa hafa farið mjög vaxandi frá því að Vestnorræna ráðið var stofnað árið 1985. Nú aukast þau með hverju ári og ríkt tilefni til þess að gaumgæfa þau í sögu og samtíð. Af þessu tilefni er boðað til ráðstefnu og sýningar á Ísafirði 15. og 16 júní 2018. Sýningin fjallar um heimsókn hóps fólks frá Ammassalik á austurströnd Grænlands til Ísafjarðar árið 1925. Þá komu um 90 manns til bæjarins með skipi á leið sinni til Scoresbysunds þar sem dönsk stjórnvöld höfðu ákveðið að koma á fót nýrri byggð. Fjöldi ljósmynda frá heimsókninni er varðveittur, flestar á ljósmyndasafninu á Ísafirði, og verður sýningin sett upp í Safnahúsinu þar. Sýningin verður opnuð föstudaginn 15. júní 2018 og stendur sumarlangt. Á ráðstefnunni ræða fyrirlesarar frá Danmörku, Grænlandi og Íslandi um tengsl Íslands og Grænlands sögulega og í samtíma, viðhorf á milli þeirra, samskipti í menningarmálum og atvinnulífi og málefni er varða fullveldi landanna en ráðstefnan verður laugardaginn 16. júní frá kl 9:30-17:00. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun ávarpa ráðstefnuna. Allir velkomnir.
Lesa meira