Ráðstefnan "Hvernig grannar erum við?"

Ráðstefnan "Hvernig grannar erum við?" fór fram í Edinborgarhúsinu í júní en þar var rætt um samband Íslands og Grænlands í nútíð og fortíð. Þá var opnuð sýning í Safnahúsinu um komu Grænlendinga til Ísafjarðar árið 1925.

Þann 16. júní síðastliðinn fór fram ráðstefnan "Hvernig grannar erum við ?" í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.  Ráðstefnan var samvinnuverkefni Safnahúsins, Byggðasafns Vestfjarða, Prófessorsembættis Jóns Sigurðssonar og Námsleiðar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Alls voru 8 aðilar með erindi sem bæði voru frá Grænlandi og Íslandi en ráðstefnunni lauk með pallborðsumræðum þar sem málefni landanna voru rædd. Í lok dags var boðið upp á kajakferð  á Pollinum til að minnast kajaksýningar grænlensku gestanna á Ísafirði árið 1925. Deginum áður var sýning um þá heimsókn opnuð í Safnahúsinu en við það tækifæri hittust meðal annars afkomandi Simsons ljósmyndara, Una Þóra Magnúsdóttir, sem tók flestar þeirra mynda sem prýða sýninguna og afkomandi eins grænlensku gestanna, Erik Gant. 

Velja mynd