
Líkan af Gamla sjúkrahúsinu
Það er alltaf gaman þegar húsinu eru færðar gjafir sem tengjast því á einn eða annan hátt. Á dögunum kom Guðrún E. Baldursdóttir færandi hendi og gaf Safnahúsinu líkan af húsinu.
Á dögunum kom Guðrún E. Baldursdóttir færandi hendi og gaf Safnahúsinu líkan af húsinu í skalanum 1:100. Líkanið vann hún í listnámi fyrir nokkrum árum. Það er nú til sýnis í lyftuskáp á fyrstu hæð hússins. Við þökkum Guðrúnu kærlega fyrir að hugsa til okkar. Á myndinni má sjá Guðrúnu með líkanið fyrir framan húsið en það er gaman að segja frá því að líkt og margir ísfirðingar vann Guðrún á sjúkrahúsinu um tíma og þekkir það því býsna vel.