"Flaggað í hálfa stöng við fullveldi"

"Fyrsti desember 1918. Hann verður nafnkendur i sögu íslands, dagurinn sá. Mildur og fagur rann hann upp af austurstraumum. Skammdegissólin skein blítt yfir landið, ekki ólíkt því, er móðir lítur á ástkært, sjúkt barn. Í höfuðstað landsins gaf henni að líta náblæjur og nýjar grafir mörgum tugum saman. "

Árið 1918 er ár gleði og sorgar, jafnt á Íslandi sem um heiminn allan. Íslendingar fögnuðu fullveldi í skugga sorgar og hamfara og í heiminum fögnuðu menn lokum heimsstyrjaldar sem felldi keisaradæmi og skóp ný ríki.  Sagnfræðingarnir Guðfinna Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir munu fjalla um aðdraganda fullveldis í ljósi þeirra atburða sem urðu hér á landi sama ár sem og þess sem var að gerast í heiminum. Fyrirlesturinn verður í sal Listasafnsins á 2. hæð hússins laugardaginn 1. desember og hefst kl. 13.

Velja mynd