
Grýla í heimsókn
Þriðjudaginn 18. desember ætlar hún Grýla gamla að heimsækja okkur og kemur hún í Safnahúsið kl. 17. Grýla ætlar að koma sér fyrir í sal Listasafnsins á 2.hæð og spjalla við gesti og gangandi.
Þriðjudaginn 18. desember ætlar hún Grýla gamla að heimsækja okkur og kemur hún í Safnahúsið kl. 17. Grýla ætlar að koma sér fyrir í sal Listasafnsins á 2.hæð og spjalla við gesti og gangandi. Eflaust hefur hún frá mörgu að segja, enda búin að eiga langa og viðburðaríka ævi. Grýla er mjög gömul og á yfir 100 börn, til dæmis alla jólasveinana 13 sem hún á með honum Leppalúða. Eins og allir vita er Leppalúði latur og nennir örugglega ekki með Grýlu sinni til byggða í þetta sinn.
Allir velkomnir.