Opnun sýningar Ólafar Dómhildar Jóhannsdóttur Vex // Growing í Listasafni Ísafjarðar á skírdag kl. 16-18
Verkin á sýningunni Vex // Growing eru afrakstur vinnu sem hófst fyrir um þremur árum síðan með gjörningi þar sem hár listakonunar var klippt af við hnakka. Í verkunum er skoðuð lifandi tengsl þess dauða við mannslíkann ásamt því ferli að vaxa. Sýndar verða ljósmyndir, hljóðverk og verk unnin úr hári. Ólöf Dómhildur var kosin bæjarlistamaður Ísafjarðar 2015
Verkin á sýningunni Vex // Growing eru afrakstur vinnu sem hófst fyrir um þremur árum síðan með gjörningi þar sem hár listakonunar var klippt af við hnakka. Í verkunum er skoðuð lifandi tengsl þess dauða við mannslíkann ásamt því ferli að vaxa. Sýndar verða ljósmyndir, hljóðverk og verk unnin úr hári.
Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir var við nám við Myndlistardeild Listaháskóla Íslands þaðan sem hún útskrifaðist með BA-gráðu 2006. Hún stundaði einnig ljósmyndanám við Iðnskólann í Reykjavík 2008 og lauk MA námi í Hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands 2015. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar frá árinu 2002 bæði erlendis og hér heima. Ólöf Dómhildur hefur einnig verið mjög virk í menningarlífinu og tekið þátt í að skipuleggja menningarhátíðir, uppákomur og sýningar. Hún var verkefnastjóri og síðan rekstrarstjóri Edinborgarhússins á Ísafirði á árunum 2012-2014 og kennir nú myndlist og Fab Lab á öllum stigum við Grunnskólann á ísafirði.
Ólöf Dómhildur var kosin bæjarlistamaður Ísafjarðar 2015.