Endurbókun - myndir frá opnun

Við minnum á sýninguna Endurbókun sem opnaði í sal Listasafnsins þann 28. ágúst síðastliðinn. Listahópurinn Arkir sýna þar brot af verkum sínum sem öll ganga út á að endurnýta bækur.

Sunnudaginn 28. ágúst opnaði sýningin Endurbókun í sal Listasafnsins. Hér má sjá nokkrar myndir frá opnuninni en að sýningunni stendur listahópurinn Arkir. Í hópnum eru 11 konur og á sýningunni getur að líta brot af verkum þeirra. Sýningin er opin á opnunartímum hússins, virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-16.

Velja mynd