Listamannaspjall - sýningarlok

Nú líður að lokum sýningarinnar Endurbókun og af því tilefni verður listamannaspjall kl. 14.30 á laugardeginum 29. október, það er jafnframt síðasti opnunardagur sýningarinnar.

Laugardaginn 29. október er síðasti opnunardagur sýningarinnar Endurbókun. Af því tilefni munu þær Anna Snædís, Kristín Guðbrandsdóttir og Bryndís Bragadóttir, úr Arkarhópnum vera með listamannaspjall kl. 14.30.  Við hvetjum ykkur til að kíkja við og skoða þessa frábæru sýningu. Laugardagurinn er líka síðasti dagur til að gera góð kaup á bókamarkaðinum.

Að venju verður heitt á könnunni og húsið er opið kl. 13-16.

Velja mynd