Bókaspjall & Lífið í bókabúðinni

Laugardaginn 24. janúar kl 14:00 verður boðið upp á skemmtilega dagskrá á Bókasafninu.

Laugardaginn 24. janúar kl 14:00 verður boðið upp á skemmtilega dagskrá á Bókasafninu.

Bókaspjall: Hildur Halldórsdóttir fjallar um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum.

Þetta er þriðja erindið í erindaröð okkar þar sem bæjarbúar segja frá bókum sem þeim þykir sérstaklega vænt um og svo þarf hver að skora á næsta fyrirlesara. Á aðventunni mætti til leiks Aðalbjörg Sigurðardóttir, fyrrum kennari við Grunnskólann á Ísafirði og skoraði hún á Hildi Halldórsdóttur, aðstoðarskólameistari MÍ. Svo er spurningin: Á hvern skorar Hildur?


Lífið í bókabúðinni: Gunnlaugur Jónasson, fyrrum bóksali.
Gunnlaug þekkja Ísfirðingar úr Bókhlöðunni en hann á langan starfsferil að baki og eflaust frá mörgu að segja.

Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.

 

 

 

 

Velja mynd