Bókaspjall & Ella á Bókasafninu
Laugardaginn 21. mars kl 14:00 verður skemmtileg, bókatengd dagskrá á Bókasafninu.
Laugardaginn 21. mars kl 14:00 verður skemmtileg, bókatengd dagskrá á Bókasafninu.
Bókaspjall: Gestur okkar að þessu sinni verður Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur í Holti, Önundarfirði og mun hann fjalla um nokkrar af sínum uppáhaldsbókum. Er þetta fjórða erindið í erindaröð okkar þar sem bæjarbúar segja frá bókum sem þeim þykir sérstaklega vænt um. Hver gestur skorar á næsta fyrirlesara og kemur það í ljós á laugardaginn hver tekur við keflinu af Fjölni.
Ella á Bókasafninu: Elín Magnfreðsdóttir bókavörður er Ísfirðingum vel kunn, enda fengu bæjarbúar að njóta þjónustu hennar í rúmlega 40 ár. Ella fór á eftirlaun um áramótin 2012-2013 og er hún sá starfsmaður sem á lengstan starfsaldur á Bókasafninu. Segja má því að hún muni tímanna tvenna og í starfinu þurfti hún að takast á við ýmsar breytingar og nýjungar, ekki síst þegar tækniöldin gerði innreið sína í bókasöfn landsins. Ella hefur án efa frá mörgu áhugaverðu að segja.
Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.