Sumarlestur fyrir börn

Sumarlestur fyrir börn hófst sl mánudag 1. júní hér á Bókasfninu. Sumarlesturinn er skemmtilegur leikur fyrir börn 6-12 ára sem eru búsett í Ísafjarðarbæ.

Sumarlestur fyrir börn hófst sl mánudag 1. júní hér á Bókasfninu. Sumarlesturinn er skemmtilegur leikur fyrir börn 6-12 ára sem eru búsett í Ísafjarðarbæ. Þetta er í 9.sinn sem Sumarlestur er í boði og stendur hann yfir til og með 22. ágúst.

Til að vera með þarf að mæta á bókasafnið með skírteini, skrá sig til leiks og fá lánaðar bækur. Við viljum gjarnan að foreldrar fylgi yngri börnum og hjálpi þeim að velja bækur. Bokalistar liggja frammi til að auðvelda valið. Það er mikilvægt að börnin finni eitthvað að lesa sem þeim finnst skemmtilegt og sem hæfir lestrargetu þeirra, til að efla lestur og auka orðaforða. 

Þegar bók er skilað fer miði í lukkupottinn og úr honum verða dregnir nokkrir vinningar á uppskeruhátíð í lok sumars. Allir þátttakendur fá viðurkenningarskjal og lítinn glaðning. 
Eigum mikið af skemmtilegum bókum fyrir krakka og sumarið er góður tími til það er um að gera að njóta þess að lesa í sumarfríinu!

Velja mynd