Uppskeruhátið sumarlesturs Bókasafnsins

Miðvikudaginn 26. ágúst kl 16:00 verður haldin uppskeruhátið sumarlesturs Bókasafnsins á Ísafirði.

Miðvikudaginn 26. ágúst kl 16:00 verður haldin uppskeruhátið sumarlesturs Bókasafnsins á Ísafirði. Allir sem tóku þátt fá viðurkenningaskjal og glaðning. Nöfn átta þátttakenda sem mæta á uppskeruhátíðina verða dregin úr lukkupottinum og eru bækur í verðlaun. Við hvetjum alla sem hafa verið með í sumarlestrinum að mæta á uppskeruhátíðina!

Sumarlesturinn er fyrir grunnskólabörn 12 ára og yngri og var nú í boði níunda sinn. Til að vera með þarf að mæta með skírteini á Bókasafnið og fá lánaðar bækur til að lesa. 

 

Velja mynd