Duglegir sumarlesarar á uppskeruhátíð

Í vikunni var haldin uppskeruhátíð Sumarlesturs hér á Bókasafninu. Yfir 40 börn mættu og margir foreldrar með þeim. Sem fyrr fengu allir sem tóku þátt viðurkenningarskjal og lítinn glaðning. Átta nöfn voru dregin úr lukkupottinum og fengu þessir krakkar bók í vinning.

Í vikunni var haldin uppskeruhátíð Sumarlesturs hér á Bókasafninu. Yfir 40 börn mættu og margir foreldrar með þeim. Sem fyrr fengu allir sem tóku þátt viðurkenningarskjal og lítinn glaðning. Átta nöfn voru dregin úr lukkupottinum og fengu þessir krakkar bók í vinning.

Það er gaman frá því að segja að í ár tóku fleiri börn þátt en í fyrra: 61 barn skilaði miðum í pottinn, 16 strákar og 45 stelpur og samtals lásu þau 383 bækur! Til samanburðar má geta þess að í fyrra voru virkir sumarlesarar 53 og lásu þeir 213 bækur, þannig að þetta er flottur árangur! Foreldrar sögðu okkur frá framförum barna sinna í lestri, þökk sé Sumarlestrinum, sem er virkilega ánægjulegt og einmitt tilgangurinn með þessu.

Viljum þakka öllum börnum sem voru með í ár, verið áfram dugleg að lesa! Sumarlesturinn verður svo væntanlega á sínum stað næsta sumar.

Velja mynd