Bókaspjall & Textar og skáldskapur Hornstrendinga
Laugardaginn 26. september kl 14:00 hefst fyrsta bókaspjall haustsins á Bókasafninu. Um er að ræða fimmta bókaspjallið í þessari erindaröð. Sem áður er von á skemmtilegri dagskrá sem samanstendur af tveimur stuttum erindum.
Laugardaginn 26. september kl 14:00 hefst fyrsta bókaspjall haustsins á Bókasafninu. Um er að ræða fimmta bókaspjallið í þessari erindaröð. Sem áður er von á skemmtilegri dagskrá sem samanstendur af tveimur stuttum erindum.
Bókaspjallið - Ath! Breyting frá áður auglýstri dagskrá.
er að þessu sinni í höndum Páls Ernissonar og mun hann segja okkur frá nokkrum af sínum uppáhaldsbókum. Matta er einn af stofnendum Glæpafélags Vestfjarða, sem er áhugafélag um innlendar glæpasögur. Nú er spurning hvort einhverjar spennusögur verða fyrir valinu?
,,Þá var nú himinninn hreinni, við Harðviðrisgjána."
Örnefnið Harðviðrisgjá er eitt af mörgum sérstæðum örnefnum frá Hornströndum, en þar sem í ár eru liðin 40 ár frá stofnun friðlandsins er vel við hæfi að bjóða upp á erindi tengt þessu svæði. Andrea S. Harðardóttir sagnfræðingur mun fræða okkur um texta og skáldskap ættaðan af Hornströndum.
Verið kærlega velkomin, heitt á könnunni.