
Grúskarar í rökkrinu - bókamarkaður á Veturnóttum
Nú eru Veturnætur handan við hornið og munum við hér á Bókasafninu að sjálfsögðu taka þátt í þessari bæjarhátíð. Að þessu sinni verður framlag okkar bókamarkaður fyrir notaðar bækur sem gengur undir yfirskriftinni „Grúskarar í rökkrinu“.
Nú eru Veturnætur handan við hornið og munum við hér á Bókasafninu að sjálfsögðu taka þátt í þessari bæjarhátíð. Að þessu sinni verður framlag okkar bókamarkaður fyrir notaðar bækur sem gengur undir yfirskriftinni „Grúskarar í rökkrinu“. Við opnum markaðinn fimmtudaginn 22. október og verður hann opinn á opnunartímum hússins, til og með laugardagsins 31.október.
Að mestu leyti verður bókamarkaðurinn staðsettur í salnum á 2.hæð, en það verða einnig lítil „markaðshorn“ á öðrum stöðum í húsinu. Í boði verður góð blanda af skáldsögum, ævisögum, ljóðabókum, fræðibókum og fleira.
Tökum vel á móti og vonumst til að sjá sem flesta grúskara!
Léttar kaffiveitingar í boði.