
Upplestur og ljúfir tónar í Norrænu Bókasafnavikunni
Dagana 9.-15. nóvember verður haldin hin árlega Norræna bókasafnavika. Þessi verður sú nítjánda í röðinni og eru þátttakendur bókasöfn á Norðurlöndum, en á síðari árum hafa einnig bæst í hópinn bókasöfn í Eystrasaltslöndunum.
Dagana 9.-15. nóvember verður haldin hin árlega Norræna bókasafnavika. Þessi verður sú nítjánda í röðinni og eru þátttakendur bókasöfn á Norðurlöndum, en á síðari árum hafa einnig bæst í hópinn bókasöfn í Eystrasaltslöndunum. Markmiðið er vekja athygli að þeirri munnlegu sagnahefð sem við eigum á Norðurlöndum, með því að hlusta á sögur í rökkrinu. Í ár er yfirskriftin "Vinátta" og hafa verið valdir kaflar úr Egils sögu til að lesa upphátt. Hér á Bókasafninu fer dagskráin fram mánudaginn 9.nóvember í sal Safnahússins. Gísli Halldór Halldórsson sér að þessu sinni um lesturinn og Patrekur Brimar Viðarsson nemandi Tónlistarskóla Ísafjarðar flytur gítarlög.
Dagskráin hefst kl. 17:00. Heitt á könnunni.
Verið kærlega velkomin!