
Þjónustukönnun
Við starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði viljum gjarnan vita hvernig gestir okkar upplifa þjónustuna og því ákváðum við að gera stutta, rafræna könnun.
Við starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði viljum gjarnan vita hvernig gestir okkar upplifa þjónustuna og því ákváðum við að gera stutta, rafræna könnun. Ekki er hægt að rekja svör þeirra sem svara. Fyrir þá sem kjósa það frekar verður líka hægt að fylla könnunina út á pappír, sem þið finnið í afgreiðslunni. Allir geta tekið þátt og vonumst við til að sem flestir vilji leggja okkur lið. Könnunina finnið þið hér.