Vilborg Davíðsdóttir í heimsókn

Laugardaginn 10.mars fáum við góðan gest í safnið, en þá mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur segja frá skrifum sínum um ævintýralega ævi landnámskonunnar Auðar djúpúðgu.

Laugardaginn 10. mars fáum við góðan gest í safnið, en þá mun Vilborg Davíðsdóttir rithöfundur segja frá skrifum sínum um ævintýralega ævi landnámskonunnar Auðar djúpúðgu. Vilborg mun einnig sýna myndir frá söguslóðum á Bretlandseyjum og ferð Auðar yfir hafið frá Skotlandi um Orkneyjar og Færeyjar til landnáms í Dölum á Íslandi. Hún mun einnig lesa brot úr síðustu bók þríleiksins sem kom út nú fyrir jólin og ber titilinn Blóðug jörð.

Með þeirri skáldsögu lauk Vilborg Davíðsdóttir þríleik sínum um Auði. Bækurnar hafa allar fengið mjög góðar viðtökur hjá lesendum jafnt og gagnrýnendum. Lánþegar Bókasafnsins Ísafirði hafa sýnt bókaflokknum mikinn áhuga og þótti upplagt að biðja Vilborgu um að heimsækja okkur til að segja betur frá bókunum þremur, persónunni Auði og sögusviðinu. 

Dagskráin hefst kl. 14:00. Allir velkomnir, heitt á könnunni.

Velja mynd