Kynning á þjónustu bókasafnsins fyrir Taílendinga

Laugardaginn 6. október kl. 14 bjóðum við taílenskar fjölskyldur sérstaklega velkomnar á kynningu á þjónustu bókasafnsins.

Laugardaginn 6. október kl. 14 bjóðum við taílenskar fjölskyldur sérstaklega velkomnar á kynningu á þjónustu bókasafnsins. Um leið verða kynntar nýjar taílenskar barnabækur sem verða framvegis til útláns.  Þá verður boðið upp á ratleik um safnið, sögustund og léttar veitingar. Viðburðurinn er að frumkvæði aðalkjörræðisskrifstofu Taílands á Íslandi og er von á Önnu Ólafsdóttur ræðismanni.
 

Velja mynd