
Grúskarar í rökkrinu – bókamarkaður Bókasafnsins
Í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur hefur Bókasafnið Ísafirði undanfarin ár staðið fyrir bókamarkaði, „Grúskarar í rökkrinu“ sem hefur verið vinsæll meðal bæjarbúa. Ekki verður gerð undantekning á því þetta haust.
Í tengslum við bæjarhátíðina Veturnætur hefur Bókasafnið Ísafirði undanfarin ár staðið fyrir bókamarkaði, „Grúskarar í rökkrinu“ sem hefur verið vinsæll meðal bæjarbúa. Ekki verður gerð undantekning á því þetta haust. Við munum opna markaðinn þriðjudaginn 23. október um leið og við tökum úr lás kl. 12 og fær hann að standa til og með laugardagsins 3. nóvember. Eins og áður verður hægt að heimsækja bókamarkaðinn á opnunartímum hússins, þ.e. virka daga kl. 12-18 og laugardaga kl. 13-16. Í boði verða bæði grisjaðar bækur jafnt og glænýjar; skáldsögur, ævisögur, fræðibækur, handbækur og fleira. Verð er hófstillt og hægt að gera mjög góð kaup.
Bjóðum grúskara kærlega velkomna!