Bangsadagurinn

Bangsadagurinn hefur verið fastur liður í starfsemi Bókasafnsins Ísafirði frá árinu 1998. Í ár verður engin undantekning á því og verður hann haldinn hátíðlegur mánudaginn 29. október.

Bangsadagurinn hefur verið fastur liður í starfsemi Bókasafnsins Ísafirði frá árinu 1998. Í ár verður engin undantekning á því og verður hann haldinn hátíðlegur mánudaginn 29. október. Dagskráin verður með áþekku sniði og vanalega: bangsasögur verða lesnar, það verður söngstund og börnin fá bangsamyndir til að lita. Bangsaleikurinn verður á sínum stað og þrír þátttakendur eiga möguleika á að fá flottan bangsa í verðlaun.

Dagskráin hefst kl. 16:00.

Börn og bangsar eru kærlega velkomin!

Velja mynd