Jólin koma...

Aðventan er handan við hornið og laugardaginn 1. desember ætlum við að taka smá forskot á sæluna og bjóða gestum okkar upp á notalega stemmningu í safninu.

Aðventan er handan við hornið og laugardaginn 1. desember ætlum við að taka smá forskot á sæluna og bjóða gestum okkar upp á notalega stemmningu í safninu. Í tímaritaherberginu á 2. hæð verður hægt að setjast niður og glugga í jólablöð og verða blöðin til útláns fyrir þá sem vilja fá með sér heim. Til við bjóðum upp á heitt súkkulaði og piparkökur. 

Áður en haldið er heim er upplagt að gefa sér smá tíma á 1. hæð hússins, skoða úrvalið af nýjum bókum og grípa með sér eitthvað gott úr „jólabókaflóðinu“.  Á 1. hæð er líka lítill jólamarkaður með jólakort, glansmyndir, jólamerkimiða, dúkkulísur og ýmislegt fleira í gamaldags, skandinavískum anda.

Húsið verður opið kl. 13-16 eins og vanalega á laugardögum.

Verið kærlega velkomin! 

Velja mynd