
Notalegheit á aðventu
Á aðventunni er gott að taka sér tíma til slaka á og gleyma um stund öllu stússi, setjast aðeins niður og bara njóta. Alla laugardaga fram að jólum bjóðum við því bæjarbúum að kíkja í bókasafnið í heitt súkkulaði og piparkökur.
Á aðventunni er gott að taka sér tíma til slaka á og gleyma um stund öllu stússi, setjast aðeins niður og bara njóta. Alla laugardaga fram að jólum bjóðum við því bæjarbúum að kíkja í bókasafnið í heitt súkkulaði og piparkökur. Jólablöð liggja frammi, það er alltaf að bætast við nýjar bækur og svo er hægt að versla eitthvað fallegt af litla jólamarkaðinum á 1. hæð. Svo má ekki gleyma jólasýningu Safnahússins.
Óskum ykkur notalegrar aðventu og vonumst til að sem flestir kíki í heimsókn. Á laugardögum er opið kl.13-16.