
Náttfatasögustund á aðventunni
Fyrir nokkrum vikum vorum við með náttfatasögustund í bókasafninu og tókst mjög vel til. Því langar okkur að endurtaka leikinn og vera með annan sögustund, með jólaívafi, laugardaginn 15. desember kl. 13:15-14.
Fyrir nokkrum vikum vorum við með náttfatasögustund í bókasafninu og tókst mjög vel til. Því langar okkur að endurtaka leikinn og vera með aðra sögustund, með jólaívafi, laugardaginn 15. desember kl. 13:15-14. Auk þess að lesa sögur fyrir börnin ætlum við að bjóða upp á léttar og barnvænar veitingar.
Vonumst til að sjá sem flesta - börn og foreldar - á náttfötunum. Svo er tilvalið að setja upp jólasveinahúfu!
Verið velkomin.