Sólin er komin á Gamla Sjúkrahúsið Safnahúsinu

 

 

 

 

Sólin er farin að skína á okkur hér í Safnahúsinu.

Núna er janúarsólin loksins farin að skína aftur á okkur í Safnahúsinu og kæta okkar lund. Sólin hefur ekki náð niður í bæinn síðan í nóvember en ætti að hafa sést aftur þann 25 janúar. Í því veðurfari sem hefur verið undanfarið hefur hún ekki komist til okkar og er því í dag fyrsti sólardagurinn okkar á nýju ári. Vertu velkomin sól.

 

Áhrif sólarinnar

Nú hækkar á himinsins boga

hin heittþráða langdegissól,

með geislanna leiftrandi loga

hún lýsir og býður oss skjól;

hjá sjúkum hún guðar á glugga

og gefur í þrautunum fró,

og syrgjendur hún er að hugga

og himneska veitir þeim ró.-

 

Hún glóandi gullvængi breiðir

um grundir og ísfreðin börð,

hún mannanna áhyggjum eyðir

og unað hún skapar á jörð.

Í töfrandi litskrúði ljómar

hver lækur, fjörður og haf,

og heillandi himneskir ómar

hinn heilaga lofa sem gaf.

 

Mín sál er í sælasta dvala

jeg sje inn í framtíðarheim,

og þar vil jeg aldur minn ala

og óþektan rannsaka geim.

 

Mig dreymir um dýrðlegar hallir,

mig dreymir um blómstrandi lönd,  

þar frambjóða einhugar allir

því aumasta líknandi hjörð.

Höfundur: Halla Eyjólfsdóttir á Laugabóli.

 

 

Velja mynd