Sumarlestur á bókasafninu

Sumarlestur barnanna árið 2021 fer fram 31. maí – 21. ágúst 2021. Þann 28. ágúst verður haldin uppskeruhátíð þar sem að fagnað er þeim árangri sem unnin hefur verið yfir sumarið. Sumarlestur barnanna er leikur fyrir börn í 1. -6. bekk grunnskóla. Markmið leiksins er að viðhalda lestrargetu barna yfir sumartímann og hvetja börn til að lesa það sem þeim þykir áhugavert.

Sumarlestur á bókasafninu árið 2021 fer fram 31. maí – 21. ágúst 2021. Sumarlestur er leikur fyrir börn í 1. -6. bekk grunnskóla. Markmið leiksins er að viðhalda lestrargetu barna yfir sumartímann og hvetja þau til að lesa það sem þeim þykir áhugavert.

Til að vera með mæta börnin á bókasafnið, skrá sig til leiks og fá lánaðar bækur. Þegar bók er skilað fer miði í lukkupottinn. Fjórum sinnum yfir sumarið verður dregið úr lukkupottinum, um eina bók í einu. Þann 28. ágúst verður uppskeruhátíð sumarlesturs þar sem fagnað er þeim árangri sem unnin er yfir sumarið og dregnir fleiri vinningar. Öll börn sem hafa skráð sig í leikinn og skilað a.m.k. einni bók fá lítinn glaðning.
Við hvetjum foreldra til að koma með börnum sínum á bókasafnið og aðstoða þau við skráningu og val á bókum sem þeim þykir skemmtileg og hæfir lestargetu þeirra.
Nauðsynlegt er að mætta með bókasafnskort þegar bækur eru teknar. Foreldrar barna sem ekki eiga skírteini hjá okkur eru beðin um að koma með börnunum að fá skírteini.
Fyrsta skírteini er ókeypis. Endurnýjun á barnaskírteini kostar 400 kr.
Hlökkum til að sjá ykkur í sumar.
Starfsfólk Bókasafnsins Ísafirði
 

Velja mynd