Lýsitexta vantar með mynd.

Solander 250: Bréf frá Íslandi

Á komandi hausti mun sendiráð Svíþjóðar standa fyrir sýningunni Solander 250: Bréf frá Íslandi til að minnast þess að árið 2022 eru 250 ár liðin frá einum fyrsta erlenda vísindaleiðangrinum til Íslands árið 1772. Gert er ráð fyrir að sýningin verði sett upp víða um land, fyrsti sýningarstaður er Hafnarborg í Hafnarfirði 29. ágúst til 7. október. Á Ísafirði verður sýningin sett upp í Safnahúsinu sumarið 2023 og mun standa frá 19. ágúst til 9. september.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Hvað á barnið að heita?

Í sal Safnahússins stendur nú yfir sýning Berglindar Birgisdóttur á nafna- og skírnarkjólum unnum upp úr gömlum textíl, svo sem gömlum kaffidúkum, sængurverum og gardínum. Kjólarnir eru settir í áhugavert samhengi við íslensk mannanöfn, fyrr og nú.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Breytingar á gjaldskrá Bókasafnsins

Ákveðið hefur verið að taka upp árgjöld af bókasafnsskírteinum árið 2022, gjaldið er 2.000 kr. Skírteini barna (0-18 ára), eldri borgara (67 ára og eldri) og öryrkja eru hins vegar án endurgjalds. Þá hækkar gjald vegna millisafnalána úr 700 kr. í 1.000 kr. vegna kostnaðar við þjónustuna en gjald vegna bókapantana, sem var 200 kr., fellur niður.

Lesa meira