Opnunartímar um jól og áramót í Safnahúsinu
Um jól og áramót verður opið sem hér segir:
Lesa meiraUm jól og áramót verður opið sem hér segir:
Lesa meiraNú styttist í jólin og eru jólasveinarnir okkar farnir að tínast til byggða hver á fætur öðrum, eins og venja er. Þann 19. desember er von á Skyrgámi.
Lesa meiraSafnahúsið á Ísafirði hefur gefið út þrjár gerðir jólakorta með ísfirskri jólastemmningu. Jólakortin fást eingöngu í afgreiðslu Safnahússins og kosta 300 krónur stykkið. Hægt er að nálgast þau á opnunartímum hússins, kl. 13-18 virka daga og 13-16 á laugardögum.
Lesa meiraóley Eiríksdóttir kynnir og les upp úr bók sinni Nóttin sem öllu breytti laugardaginn 10. desember.
Lesa meiraVegna aðstæðna verður breyting á áður auglýstri dagskrá á morgun og verður Ævar hjá okkur í safninu frá kl 13.
Lesa meiraMiðvikudaginn 30. nóvember verður Ævar Þór Benediktsson í Bókasafninu milli kl 14 og 15 og þá verður tækifæri til að spjalla við hann. Ævar gaf á dögunum út þriðju bókina í Þín eigin-bókaflokknum og heitir sú nýjasta Þín eigin hrollvekja.
Lesa meiraGömul sendibréf úr fórum hjónanna Guðrúnar Torfadóttur (1872-1956) og séra Jóhanns Lúthers Sveinbjarnarsonar (1854-1912) eru efniviður bókar sem Jóhanna G. Kristjánsdóttir á Flateyri hefur tekið saman auk sýningar sem nú er hægt að skoða í Safnahúsinu á Ísafirði.
Lesa meiraLaugardaginn 26. nóvember mætir til leiks Reynir Traustason til að kynna og lesa upp úr bók sinni Fólk á fjöllum: ævintýri í óbyggðum. Sex manns sem eiga sameiginlegt að vera náttúrubörn og útivistarfólk segja sögu sína í bókinni.
Lesa meiraLaugardaginn 19. nóvember kl 14:00 verður annað bókaspjall þessa hausts hér á Bókasafninu. Að þessu sinni verður dagskráin í höndum tveggja kvenna úr Önundarfirði.
Lesa meiraBjalla og bæjarstjórinn sem gat ekki flogið er ný barnabók eftir Þröst Jóhannesson sem Óðinsauga gefur út. Sagan fjallar um Bjöllu sem er ein og umkomulaus í villta vestrinu.
Lesa meiraNorræna bókasafnavikan verður haldin í 20. sinn dagana 14.-20. nóvember n.k. Um er að ræða verkefni á vegum Sambands Norrænu félaganna sem heftur að markmiði að efla áhuga á lestur og um leið að vekja athygli á norrænum bókmenntum.
Lesa meiraNú líður að lokum sýningarinnar Endurbókun og af því tilefni verður listamannaspjall kl. 14.30 á laugardeginum 29. október, það er jafnframt síðasti opnunardagur sýningarinnar.
Lesa meiraHéraðsskjalasafnið á Ísafirði og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu fimmtudaginn 3. nóvember 2016. Námskeiðið verður haldið á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Dagskráin hefst kl 10:15 og lýkur kl 16:30.
Lesa meiraÁ Bókasafninu Ísafirði hefur Bangsadagurinn verið hátíðardagur allt frá árinu 1998 þegar við héldum fyrst upp á þennan skemmtilega dag. Í ár verður að sjálfsögðu engin breyting á því.
Lesa meiraVið bendum viðskiptavinum okkar á að röskun verður á starfsemi safnanna í húsinu eftir kl. 14:38 í dag, mánudaginn 24. október. Húsið verður þó opið en styttra en venjulega - í dag lokar kl. 17 í stað 18 eins og vant er. Öll þjónusta verður þó takmörkuð en við minnum á að hægt er að senda tölvupósta á bokasafn@isafjordur.is, skjalasafn@isafjordur.is og ljosmyndasafn@isafjordur.is.
Lesa meiraÍ tilefni veturnátta mun Árni Aðalbjarnarson vera með sýningarspjall í húsinu laugardaginn 22. október kl. 14-15. Allir velkomnir.
Lesa meiraBókamarkaðurinn Grúskarar í rökkrinu er orðinn að árlegum viðburði og er hann framlag Bókasafnsins Ísafirði til bæjarhátíðarinnar sem senn gengur í garð, Veturnætur.
Lesa meiraBÆKUR BÆKUR BÆKUR! Veturnætur eru handan við hornið og að venju verðum við hér á Bókasafninu með bókamarkað, dagana 20.-29. október. Mikið úrval af fjölbreyttu efni og á spottprís! Komið og kíkið við hjá okkur og gerið kostakaup. Opið milli 13-18 virka daga og 13-16 laugardaga. Hlökkum til að sjá ykkur.
Lesa meiraGleðifréttir! 2 FYRIR 1 Á DVD MYNDUM ALLA FÖSTUDAGA OG LAUGARDAGA! Við eigum mjög gott úrval af barnamyndum og kosta þær 300 kr. Fullorðinsmyndir 400 kr. Ooooog þú færð þær lánaðar í heila viku!
Lesa meiraSögustundin á pólsku þetta haustið heldur áfram vegna góðra undirtekta og verður næst verður laugardaginn 8. október kl 13:30. Iwona Maria Samson, leikskólakennari, les sögur fyrir yngstu börnin og vonumst við til að sjá sem flest pólskumælandi börn og foreldra þeirra.
Lesa meiraVið minnum á sýninguna Endurbókun sem opnaði í sal Listasafnsins þann 28. ágúst síðastliðinn. Listahópurinn Arkir sýna þar brot af verkum sínum sem öll ganga út á að endurnýta bækur.
Lesa meiraFyrsta pólska sögustund þetta haustið er 24. september kl 13.30. Iwona Maria Samson, leikskólakennari, les sögur fyrir yngstu börnin og vonumst við til að sjá sem flest pólskumælandi börn og foreldra þeirra.
Lesa meiraNk. fimmtudag 8. september höldum við upp á hinn árlega Bókasafnsdag. Það er Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, sem gengst fyrir þessum viðburði í samvinnu við bókasöfn landsins.
Lesa meiraNú er sumarlestrinum lokið og ætlum við að sjálfsögðu ekki að víkja frá þeirri góðu hefð okkar að bjóða til uppskeruhátíðar.
Lesa meiraSýningin ENDURBÓKUN opnar sunnudaginn 28. ágúst kl.14 í sal Listasafsns Ísafjarðar. Það er listahópurinn Arkir sem stendur fyrir sýningunni í samstarfið við Listasafnið en í hópnum eru 11 konur og á sýningunni getur að líta brot af verkum þeirra. Allir eru velkomnir á opnunina.
Lesa meiraÞriðjudaginn 23. ágúst lýkur sumarsýningu Safnahússins sem að þessu sinni fjallar um jólin og jólasveina. Það eru því síðustu forvöð að sjá teikningar Ómars Smára af þeim sveinum og lífinu í torfbænum. Á sýningunni er að finna ýmsan fróðleik um jólin og sveinana sem og ýmis þau áhöld sem þörf var á í hinu gamla sveitasamfélagi.
Lesa meiraNú stendur yfir samstarfsverkefni á vegum samstarfshópsins ASAD (Arctic Sustainable, Art and Desing) þar sem Listaháskóli Íslands, University of the Highlands and Islands frá Skotlandi og University of Lapland, Finlandi vinna saman. Ísafjörður er einn þeirra staða sem verða heimsóttir en Safnahúsið er í samstarfi við hópinn og mun verkefnið vera unnið á Eyrartúni
Lesa meiraSkjalasafninu barst nú í vikunni gjöf frá Unni Ágústsdóttur (f. 1927) er Björn G. Björnsson hönnuður afhenti fyrir hennar hönd. Um er að ræða gögn er varða Rögnvald Ólafsson arkitekt (1874-1917) og fjölskyldu hans en Unnur gaf þau til minningar um eiginmann sinn Pál Steinar Guðmundsson, skólastjóra, er lést 13. febrúar 2015.
Lesa meiraBræðurnir Emil Ragnar og Grétar Snær Hjartarsynir heimsóttu Skjalasafnið í vikunni og afhentu því heiðursborgarabréf föður síns, Hjartar Hjálmarssonar, fyrrum skólastjóra á Flateyri.
Lesa meiraÁslaug Kristjánsdóttir gerði sér lítið fyrir og prjónaði 300 búta í vinarbæjarteppin og sendi okkur á dögunum. Við ætlum svo að sauma teppin saman í Safnahúsinu fimmtudaginn 14. júlí milli kl 15-17. Allir velkomnir og að sjálfsögðu verður heitt á könnunni.
Lesa meiraLeikmyndin okkar er komin á sinn stað! Hún hefur verið fastur liður í starfsemi hússins undanfarin ár en það er Marsibil Kristjánsdóttir myndlistarmaður sem á heiðurinn að henni.
Lesa meiraOpnun á listsýningu Andreu Velgerðar Jónsdóttur og Þórðar Ingólfs Úlfs Júlíussonar Thomsen í dag kl. 16.30 @Bókasafnið
Lesa meiraÍ tilefni af 150 ára afmælis Ísafjarðarkaupstaðar minnum við á merkin frá árinu 1966 sem eru til sölu í Safnahúsinu. Tilvalin gjöf fyrir vini og ættingja í sumar.
Lesa meiraSýningin " Baldur og Sjómannafélagið - 100 ára barátta launafólks" lýkur núna á laugardaginn, 4 júní. Mikil og vönduð sýning sem ætti ekki að fara framhjá neinum.
Lesa meiraVið minnum á samstarfsverkefni okkar og vinabæjarins Kaufering í Þýskalandi sem gengur út á að prjóna eða hekla ferninga í teppi! Tilvalið að taka upp prjónana í byrjun sumars.
Lesa meiraUm leið við óskum ykkur öllum gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn minnum við á að húsið er lokað á morgun, fimmtudaginn 21. apríl. Föstudagurinn er svo með hefðbundnu sniði hjá okkur, opið kl. 13-18 og heitt á könnunni.
Lesa meiraHér má sjá lista yfir sýningar ársins í Safnahúsinu. Sá fyrirvari er þó á birtingu hans að röð sýninga getur breyst sem og að óviðráðanlegar orsakir geta orðið til þess að sýningar falla niður.
Lesa meiraÍ tilefni þess að samtök verkafólks og sjómanna hafa starfað á Ísafirði samfleytt í eina öld verður opnuð sýning á Gamla sjúkrahúsinu á Ísafirði. Sýningin opnar laugardaginn 16. april klukkan 14 og eru allir velkomnir. Baldur og Sjómannafélagið – 100 ára barátta launafólks, verður opin á opnunartíma Safnahússins fram til Sjómannadagsins 5. júní 2016.
Lesa meiraSíðasti dagur Vex // Growing er laugardagurinn 9. apríl næstkomandi og mun Ólöf Dómhildur vera á sýningunni milli kl. 15 og 16 og spjalla við gesti.
Lesa meiraLaugardaginn 9. apríl kl 14:00 verður bókaspjall á Bókasafninu. Dagskráin samanstendur að vanda af tveimur erindum.
Lesa meiraÓlöf Dómhildur verður með leiðsögn um sýningu sína Vex//Growing í dag, laugardaginn 26. marz, kl. 15 -16.
Lesa meiraVerkin á sýningunni Vex // Growing eru afrakstur vinnu sem hófst fyrir um þremur árum síðan með gjörningi þar sem hár listakonunar var klippt af við hnakka. Í verkunum er skoðuð lifandi tengsl þess dauða við mannslíkann ásamt því ferli að vaxa. Sýndar verða ljósmyndir, hljóðverk og verk unnin úr hári. Ólöf Dómhildur var kosin bæjarlistamaður Ísafjarðar 2015
Lesa meiraSkjalasafnið á Ísafirði hefur fengið 850 þús. króna styrk vegna verkefnisins „Ljósmyndun/skönnun á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar“. Um er að ræða verkefnastyrki á fjárlögum árið 2016 sem ætlaðir eru héraðsskjalasöfnum landsins til skönnunar og miðlunar á völdum skjalaflokkum. Í ár höfðu forgang verkefni sem byggðust á að skanna eldri skjöl sveitarfélaga. Þjóðskjalasafn Íslands fékk það hlutverk að úthluta styrkjunum en alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og samtals var sótt um ríflega 30 m.kr. í styrki. Til úthlutunar voru 15 m.kr. sem fóru til 12 verkefna frá 11 héraðsskjalasöfnum.
Lesa meiraí tilefni af heimsókn gesta frá vinabænum okkar Kaufering ætlum við að efna til sameiginlegs verkefnis - við ætlum að prjóna teppi með íbúum Kaufering. Hægt verður að koma í Safnahúsið til að prjóna / hekla.
Lesa meiraÁ bolludaginn, mánudaginn 8. febrúar næstkomandi, ætlar dr. Eve Markowitz Preston að halda erindi í Safnahúsinu sem hún nefnir Volunteering is a Two-Way Street. erindið hefst kl. 17 og verður flutt á ensku.
Lesa meiraLaugardaginn 6. febrúar kl 14:00 verðum við með fyrsta bókaspjall ársins. Er það jafnframt það sjöunda í röðinni og verðum við að vanda með tvo góða gesti. Von er á léttri og skemmtilegri dagskrá.
Lesa meiraÍ dag, 26. janúar, eru liðin 150 ár frá því að Ísafjörður fékk kaupstaðarréttindi. Þann dag árið 1866 var gefin út og staðfest, af Kristjáni konungi hinum níunda, reglugerð um að gera Ísafjörð að kaupstað og um stjórn bæjarmálefna. Sama dag var og gefið út „Opið bréf um að stofna byggingarnefnd á kaupstaðnum Ísafirði". Kosningar til bæjarstjórnar fóru fram mánudaginn 16. júlí í húsi Jóns Vedhólms gestgjafa og voru þá kosnir fimm bæjarfulltrúar til þess að stjórna málefnum kaupstaðarins ásamt bæjarfógeta, sem var sjálfkjörinn samkvæmt reglugerðinni.
Lesa meiraPólsku sögustundirnar eru aftur byrjaðar núna eftir áramótin.
Lesa meira