Skjalanámskeið

Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu fimmtudaginn 3. nóvember 2016. Námskeiðið verður haldið á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði. Dagskráin hefst kl 10:15 og lýkur kl 16:30.

Skjalanámskeið á Ísafirði

3 nóvember, 2016 - 10:15

Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu fimmtudaginn 3. nóvember 2016.

Námskeiðið verður haldið á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.

Dagskráin hefst kl 10:15 og lýkur kl 16:30.

Fjallað verður um eftirfarandi efni:

Lagaumhverfi opinberrar skjalastjórnar og skjalavörslu.
Skráning mála, málalyklar og málasafn.
Grisjun skjala.
Rafræn skjalavarsla.
Skjalavistunaráætlun.
Frágangur, skráning og afhending pappírsskjala.

Kennarar á námskeiðinu verða:

Njörður Sigurðsson og Árni Jóhannsson frá Þjóðskjalasafni Íslands.
Jóna Símonía Bjarnadóttir frá Héraðsskjalasafninu á Ísafirði.

Verð 12.500 kr (innifalið: kaffiveitingar og léttur hádegisverður).

Þátttakendur skrá sig með því að senda póst á netfangið: jona@isafjordur.is.

Nánari upplýsingar hjá Jónu Símoníu Bjarnadóttur í síma: 450-8228 og 862-9908.

Velja mynd