Lýsitexta vantar með mynd.

Vopnahlé komið á!

Norræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á skjalasöfnum laugardaginn 10. nóvember. Að þessu sinni verður árið 1918 í deiglunni og í Safnahúsinu verður fjallað um Stríðið mikla 1914-1918 en samið var um vopnahlé þann 11. nóvember og því liðin öld frá lokum stríðsins á sunnudaginn.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Röðull kominn á vefinn

Eins og áður hefur verið greint frá þá fékk Skjalasafnið Ísafirði styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til skönnunar og miðlunar á elstu félagsblöðum nokkurra ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Ágúst G. Atlason ljósmyndari hefur unnið að þessu verkefni og nú er fyrsta blaðið aðgengilegt á vef safnsins.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925

Það styttist í sýningarlok á Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 1. september. Af því tilefni verða tvö erindi af ráðstefnunni "Hvernig grannar erum við ?" flutt á sýningunni miðvikudaginn 29. ágúst. Á ráðstefnunni voru erindin flutt á ensku en verða nú flutt á íslensku.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Gömul félagsblöð birt á vefnum innan tíðar

Á Skjalasafninu Ísafirði eru varðveitt fjölmörg félagsblöð ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta eru handskrifuð blöð sem innihalda fjöldbreytt efni sem látið var berast manna á milli innan hvers félagssvæðis eða lesið upp á fundum. Þarna birtust ferðasögur, frásagnir og kvæði, hugleiðingar um ýmis þjóð- og framfaramál auk þess sem þar urðu gjarnan skemmtileg orðaskipti bæði í bundnu og lausu máli. Starfið innan félaganna var góður skóli í félagsmálum því þar lærðu félagsmenn að orða hugsanir sínar í ræðuformi og að festa þær á blað.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skjalasafnið fær skjöl úr fórum séra Sigtryggs Guðlaugssonar og Hjaltlínu Guðjónsdóttur á Núpi

Nýverið afhenti Ragnheiður Hlynsdóttir skjalasafninu skjöl og ljósmyndir úr dánarbúi hjónanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959), prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlínu Guðjónsdóttur (1890-1981), kennara og húsfreyju. Skjölin koma frá Hlíð, heimili þeirra hjóna á Núpi þar sem þau bjuggu alla tíð, frá því snemma á 20. öldinni og fram að andláti sr. Sigtryggs árið 1959. Þau áttu tvo syni Hlyn (1921-2005) og Þröst (1929-2017). Húsið hefur undanfarin árið verið rekið sem menningarminjasafn um séra Sigtrygg og Hjaltlínu en heimilið hefur verið varðveitt í upprunalegri mynd frá þeirra tíð.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Gamalt bréf með frásögn sjónarvotts að banatilræðinu við Lincoln forseta

Eldri kona í Bandaríkjunum mætti í þáttinn Antiques Roadshow með bréf frá afa sínum, skrifað í Washington DC þann 21. apríl 1865. Í bréfinu segir hann frá því að hann hafi farið með félögum sínum í leikhús þann 14. apríl þar sem hann varð vitni að banatilræði við Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, sem lést af sárum sínum daginn eftir.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skjalasafnið fær gögn frá Skíðafélagi Ísfirðinga

Fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga mættu í gær á skjalasafnið með skjöl sem höfðu verið varðveitt í bankahólfi um árabil. Eitthvað var farið að fyrnast yfir hvaða dýrgripir væru varðveittir í hólfinu en í ljós kom að þar lágu m.a. fundagerðabækur skíðalyftunefndar og skíðaskálanefndar, gestabækur úr skíðaskálum, bókhaldsgögn og fleira.

Lesa meira
Titilsíða fyrstu fundargerðabókar Byggingarnefndar Ísafjarðar.

Elsta fundagerðabók byggingarnefndar á vefinn

Með auknum möguleikum í rafrænni miðlun hafa opnast möguleikar á auðveldara aðgengi að skjölum sem varðveitt eru á skjalasöfnum. Skönnun og miðlun heimilda um netið gefur almenningi kost á að njóta og nýta menningararfinn sér til gagns og gamans. Á Skjalasafninu Ísafirði hefur á undanförnum árum verið unnið að skönnun og ljósmyndun elstu fundagerðabóka byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar með það að markmiði að gera þær aðgengilegar á vefsíðu safnsins, www. safnis.is.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Fræðslumyndbönd um frágang pappírsskjalasafna

Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt röð myndbanda á vefnum YouTube um frágang og skráningu pappírsskjalasafna. Myndböndin eru sex talsins og eru byggð á námskeiðinu Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna sem hefur verið haldið undanfarin ár. Hægt er að horfa á hvert myndband fyrir sig eða þá fá heildarmyndina með því að horfa á myndböndin í réttri röð og þannig fá heildarferlið sem frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna er.

Lesa meira