Norræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á skjalasöfnum laugardaginn 10. nóvember. Að þessu sinni verður árið 1918 í deiglunni og í Safnahúsinu verður fjallað um Stríðið mikla 1914-1918 en samið var um vopnahlé þann 11. nóvember og því liðin öld frá lokum stríðsins á sunnudaginn.
Lesa meira Eins og áður hefur verið greint frá þá fékk Skjalasafnið Ísafirði styrk frá Þjóðskjalasafni Íslands til skönnunar og miðlunar á elstu félagsblöðum nokkurra ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Ágúst G. Atlason ljósmyndari hefur unnið að þessu verkefni og nú er fyrsta blaðið aðgengilegt á vef safnsins.
Lesa meira Það styttist í sýningarlok á Heimsókn Grænlendinga til Ísafjarðar 1925. Síðasti opnunardagur er laugardagurinn 1. september. Af því tilefni verða tvö erindi af ráðstefnunni "Hvernig grannar erum við ?" flutt á sýningunni miðvikudaginn 29. ágúst. Á ráðstefnunni voru erindin flutt á ensku en verða nú flutt á íslensku.
Lesa meira Á Skjalasafninu Ísafirði eru varðveitt fjölmörg félagsblöð ungmenna- og íþróttafélaga á norðanverðum Vestfjörðum. Þetta eru handskrifuð blöð sem innihalda fjöldbreytt efni sem látið var berast manna á milli innan hvers félagssvæðis eða lesið upp á fundum. Þarna birtust ferðasögur, frásagnir og kvæði, hugleiðingar um ýmis þjóð- og framfaramál auk þess sem þar urðu gjarnan skemmtileg orðaskipti bæði í bundnu og lausu máli. Starfið innan félaganna var góður skóli í félagsmálum því þar lærðu félagsmenn að orða hugsanir sínar í ræðuformi og að festa þær á blað.
Lesa meira Nýverið afhenti Ragnheiður Hlynsdóttir skjalasafninu skjöl og ljósmyndir úr dánarbúi hjónanna sr. Sigtryggs Guðlaugssonar (1862-1959), prests og skólastjóra á Núpi í Dýrafirði, og Hjaltlínu Guðjónsdóttur (1890-1981), kennara og húsfreyju. Skjölin koma frá Hlíð, heimili þeirra hjóna á Núpi þar sem þau bjuggu alla tíð, frá því snemma á 20. öldinni og fram að andláti sr. Sigtryggs árið 1959. Þau áttu tvo syni Hlyn (1921-2005) og Þröst (1929-2017). Húsið hefur undanfarin árið verið rekið sem menningarminjasafn um séra Sigtrygg og Hjaltlínu en heimilið hefur verið varðveitt í upprunalegri mynd frá þeirra tíð.
Lesa meira Á skjalasafninu hefur verið unnið að því að skanna elstu fundagerðabækur byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar og gera þær aðgengilegar bæði almenningi og fræðimönnum á vefnum. Fyrr á þessu ári var elsta fundabók byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar sett á vefinn en hún tekur yfir tímabilið 1866-1896.
Lesa meira Eldri kona í Bandaríkjunum mætti í þáttinn Antiques Roadshow með bréf frá afa sínum, skrifað í Washington DC þann 21. apríl 1865. Í bréfinu segir hann frá því að hann hafi farið með félögum sínum í leikhús þann 14. apríl þar sem hann varð vitni að banatilræði við Abraham Lincoln, forseta Bandaríkjanna, sem lést af sárum sínum daginn eftir.
Lesa meira Fulltrúar Skíðafélags Ísfirðinga mættu í gær á skjalasafnið með skjöl sem höfðu verið varðveitt í bankahólfi um árabil. Eitthvað var farið að fyrnast yfir hvaða dýrgripir væru varðveittir í hólfinu en í ljós kom að þar lágu m.a. fundagerðabækur skíðalyftunefndar og skíðaskálanefndar, gestabækur úr skíðaskálum, bókhaldsgögn og fleira.
Lesa meira Með auknum möguleikum í rafrænni miðlun hafa opnast möguleikar á auðveldara aðgengi að skjölum sem varðveitt eru á skjalasöfnum. Skönnun og miðlun heimilda um netið gefur almenningi kost á að njóta og nýta menningararfinn sér til gagns og gamans. Á Skjalasafninu Ísafirði hefur á undanförnum árum verið unnið að skönnun og ljósmyndun elstu fundagerðabóka byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar með það að markmiði að gera þær aðgengilegar á vefsíðu safnsins, www. safnis.is.
Lesa meira Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt röð myndbanda á vefnum YouTube um frágang og skráningu pappírsskjalasafna. Myndböndin eru sex talsins og eru byggð á námskeiðinu Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna sem hefur verið haldið undanfarin ár. Hægt er að horfa á hvert myndband fyrir sig eða þá fá heildarmyndina með því að horfa á myndböndin í réttri röð og þannig fá heildarferlið sem frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna er.
Lesa meira Á morgun, fimmtudaginn 1. febrúar, taka gildi nýjar reglur um skráningu mála og málsgagna hjá afhendingarskyldum aðilum. Reglurnar byggja á 23. grein laga um opinber skjalasöfn nr. 77/2014 og kveða á um hvernig skrá skuli mál og málsgögn sem eru til meðferðar hjá þeim.
Lesa meira