Vopnahlé komið á!
Norræni skjaladagurinn verður haldinn hátíðlegur á skjalasöfnum laugardaginn 10. nóvember. Að þessu sinni verður árið 1918 í deiglunni og í Safnahúsinu verður fjallað um Stríðið mikla 1914-1918 en samið var um vopnahlé þann 11. nóvember og því liðin öld frá lokum stríðsins á sunnudaginn.
Laugardaginn 10. nóvember verður norræni skjaladagurinn haldinn hátíðlegur. Í Safnahúsinu verður fluttur fyrirlestur um fyrri heimsstyrjöld en þann 11.11 kl. 11 komst loks á vopnahlé sem var upphafið að lokum stríðsins. Fjallað verður um stríðið frá ýmsum sjónarhornum en megin áherslan verður á vesturvígstöðvarnar. Fyrirlesturinn hefst kl. 13.15.