Fræðslumyndbönd um frágang pappírsskjalasafna
Þjóðskjalasafn Íslands hefur birt röð myndbanda á vefnum YouTube um frágang og skráningu pappírsskjalasafna. Myndböndin eru sex talsins og eru byggð á námskeiðinu Frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna sem hefur verið haldið undanfarin ár. Hægt er að horfa á hvert myndband fyrir sig eða þá fá heildarmyndina með því að horfa á myndböndin í réttri röð og þannig fá heildarferlið sem frágangur, skráning og afhending pappírsskjalasafna er.
Lesa meira