Ásýnd dauðans
er yfirskrift sýningar sem Skjalasafnið Ísafirði verður með í tilefni af norræna skjaladeginum laugardaginn 14. nóvember. Yfirskrift skjaladagsins að þessu sinni er „Án Takmarka“ („Gränselöst“) og mun skjalasafnið sýna skjöl og myndir er tengjast andláti og greftrun fyrr á tímum, s.s. húskveðjur, líkræður, grafskriftir og grafljóð. Þá verður einnig fjallað um þann sið sem tíðkaðist í hinum vestræna heimi á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta 20. aldar að fá ljósmyndara til að taka myndir af látnum ástvinum.
Lesa meira
Í lok ágúst fengu skjalasafnið og ljósmyndasafnið afhent gögn sem höfðu verið í eigu Önnu Jónu Guðmundsdóttur en hún lést 23. janúar á þessu ári. Um er að ræða albúm og minningabók frá vetrinum 1951-1952 þegar Anna Jóna var í námi við Húsmæðraskólann Ósk á Ísafirði. Það var bróðurdóttir hennar, Ingibjörg H. Harðardóttir, sem afhenti þessi skemmtilegu gögn sem segja í máli og myndum frá lífi námsmeyjanna í „Grautó“, eins og skólinn var oft kallaður.
Lesa meira
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði í dag vefinn einkaskjalasafn.is en Skjalasafnið Ísafirði tók þátt í þróun vefjarins ásamt Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Þjóðskjalasafni Íslands og Handritadeild Landsbókasafns.
Lesa meira
Landsmenn fagna nú 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Af því tilefni efna Landsbókasafn Íslands-Háskólabókasafn, Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfnin til þjóðarátaks um söfnun á skjölum kvenna og hvetja landsmenn til að afhenda þau á skjalasöfn. Bréf, dagbækur og önnur persónuleg gögn geta veitt innsýn inn í líf einstaklinga og fjölskyldna þeirra en einnig varpa þau ljósi á sögu lands og þjóðar.
Lesa meira