
Opnun einkaskjalasafn.is
Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra opnaði í dag vefinn einkaskjalasafn.is en Skjalasafnið Ísafirði tók þátt í þróun vefjarins ásamt Héraðsskjalasafninu á Akureyri, Þjóðskjalasafni Íslands og Handritadeild Landsbókasafns.
Í dag kl. 16 opnaði Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra vefinn www.einkaskjalasafn.is við hátíðlega athöfn á Þjóðskjalasafni Íslands. Um er að ræða vef sem hýsir skrár yfir einkaskjalasöfn sem varðveitt eru á söfnum um allt land. Það er enn unnið að því að setja efni á vefinn en nú er að finna þar um 5000 skráningar.