Lýsitexta vantar með mynd.

Norræni skjaladagurinn 8. nóvember

„mjer þikir heldur sárt að vita þig verða eptir þegar við ætlum að halda hóp …“ er yfirskrift sýningar sem Skjalasafnið Ísafirði verður með í tilefni af norræna skjaladeginum laugardaginn 8. nóvember. Sýnd verða skjöl og myndir tengdar Vesturförum, sem eru þema skjaladagsins að þessu sinni.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Varðveitum vestfirska húsasögu

Fyrir skemmstu fékk Skjalasafnið skjalaafhendingu sem innihélt m.a. kaupsamninga, afsöl, iðgjöld o.fl. vegna Sundstrætis 25a á Ísafirði. Elsta skjalið er kaupsamningur frá 1858 auk fleiri kaupsamninga frá 19. öldinni sem gefa góðar upplýsingar um eigendasögu hússins, sem er með þeim elstu á Ísafirði.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Gamalt bréf fannst á milli þilja í Norska bakaríinu

Í gömlum húsum getur ýmislegt leynst á milli þilja og reyndist það raunin í Silfurgötu 5, Norska bakaríinu öðru nafni, þar sem unnið hefur verið að undanförnu að endurbótum. Er ætlun núverandi eiganda, Gistingar ehf., að innrétta húsið sem gistiheimili en að utanverðu verður það gert upp samkvæmt tillögum Húsafriðunarnefndar og skal vera sem næst upprunalegu útliti. Ýmislegt smádót hefur fundist þar inni í veggjum auk bréfs frá tveimur mönnum sem unnu að því að innrétta íbúð á efri hæð hússins á vormánuðum 1927.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Saga Harðar afhent skjalasafninu

Skjalasafninu á Ísafirði var fyrir skömmu afhent saga knattspyrnufélagsins Harðar á síðustu öld. Hörður var stofnað árið 1919, en í safninu er að finna allar fundarbækur félagsins, fjöldi mynda og myndaalbúma og allar þær skýrslur og skjöl sem ritaðar hafa verið í sögu félagsins. „Nú eru þessi skjöl tilbúin til þess að skrást inn í kerfi skjalasafnsins og hver sem er getur því haft greiðan aðgang að þessari sögu hér eftir,“ segir Hermann Níelsson formaður Harðar.

Lesa meira