Vest-norræn ráðstefna í Nuuk
Dagana 25.-28. ágúst var haldin vest-norræn ráðstefna skjalavarða í Nuuk á Grænlandi. Alls sóttu 32 skjalaverðir frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi ráðstefnuna auk 2 Dana og eins Norðmanns.
Dagana 25.-28. ágúst var haldin vest-norræn ráðstefna skjalavarða í Nuuk á Grænlandi. Alls sóttu 32 skjalaverðir frá Færeyjum, Grænlandi og Íslandi ráðstefnuna auk 2 Dana og eins Norðmanns. Á ráðstefnunni var m.a. rætt um hlutverk skjalasafna í nútímanum, rannsóknir á skjalasöfnum og öryggismál á söfnunum. Héraðsskjalavörðurinn á Ísafirði sótti ráðstefnuna og hélt þar fyrirlestur sem bar heitið "Hvem er vi" og fjallaði um hlutverk skjalavarða í samfélaginu.
Af fyrirlestrunum á ráðstefnunni mátti sjá að það er mikil gróska í rannsóknum á skjalasöfnum í hinum vest-norrænu löndum og söfnin eru í óða önn að skilgreina sig upp á nýtt til samræmis við auknar kröfur um eftirlit með opinberum stofnunum.