Héraðsskjalasafnið á Ísafirði og Þjóðskjalasafn Íslands standa fyrir námskeiði um skjalastjórn og skjalavörslu fimmtudaginn 3. nóvember 2016.
Námskeiðið verður haldið á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.
Dagskráin hefst kl 10:15 og lýkur kl 16:30.
Lesa meira Skjalasafninu barst nú í vikunni gjöf frá Unni Ágústsdóttur (f. 1927) er Björn G. Björnsson hönnuður afhenti fyrir hennar hönd. Um er að ræða gögn er varða Rögnvald Ólafsson arkitekt (1874-1917) og fjölskyldu hans en Unnur gaf þau til minningar um eiginmann sinn Pál Steinar Guðmundsson, skólastjóra, er lést 13. febrúar 2015.
Lesa meira Bræðurnir Emil Ragnar og Grétar Snær Hjartarsynir heimsóttu Skjalasafnið í vikunni og afhentu því heiðursborgarabréf föður síns, Hjartar Hjálmarssonar, fyrrum skólastjóra á Flateyri.
Lesa meira Skjalasafnið á Ísafirði hefur fengið 850 þús. króna styrk vegna verkefnisins „Ljósmyndun/skönnun á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar“. Um er að ræða verkefnastyrki á fjárlögum árið 2016 sem ætlaðir eru héraðsskjalasöfnum landsins til skönnunar og miðlunar á völdum skjalaflokkum. Í ár höfðu forgang verkefni sem byggðust á að skanna eldri skjöl sveitarfélaga. Þjóðskjalasafn Íslands fékk það hlutverk að úthluta styrkjunum en alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og samtals var sótt um ríflega 30 m.kr. í styrki. Til úthlutunar voru 15 m.kr. sem fóru til 12 verkefna frá 11 héraðsskjalasöfnum.
Lesa meira