Lýsitexta vantar með mynd.

Styrkur til skönnunar á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar

Skjalasafnið á Ísafirði hefur fengið 850 þús. króna styrk vegna verkefnisins „Ljósmyndun/skönnun á elstu fundargerðabókum byggingarnefndar Ísafjarðarkaupstaðar“. Um er að ræða verkefnastyrki á fjárlögum árið 2016 sem ætlaðir eru héraðsskjalasöfnum landsins til skönnunar og miðlunar á völdum skjalaflokkum. Í ár höfðu forgang verkefni sem byggðust á að skanna eldri skjöl sveitarfélaga. Þjóðskjalasafn Íslands fékk það hlutverk að úthluta styrkjunum en alls bárust 19 umsóknir frá 15 héraðsskjalasöfnum og samtals var sótt um ríflega 30 m.kr. í styrki. Til úthlutunar voru 15 m.kr. sem fóru til 12 verkefna frá 11 héraðsskjalasöfnum.

Lesa meira