„Geymt en ekki gleymt“ er yfirskrift norræna skjaladagsins 2019 sem að þessu sinni er haldinn laugardaginn 9. nóvember. Að venju munu Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn um allt land nota þetta tækifæri til að sýna skjöl og myndir úr safnkosti sínum.
Lesa meira
Skjalasafnið býður upp á leiðsögn um Eyrarkirkjugarð á veturnóttum. Guðfinna M. Hreiðarsdóttir og Jóna Símonía Bjarnadóttir rölta með þátttakendum um kirkjugarðinn og segja frá ýmsum einstaklingum sem þar hvíla.
Lesa meira
Félag héraðsskjalavarða heldur árlega ráðstefnu þar sem starfsmenn safnanna koma saman og ræða þau mál sem helst brenna á þeim og bera saman bækur.
Lesa meira
Dr. Hrefna Róbertsdóttir hefur verið skipuð í embætti þjóðskjalavarðar. Þjóðskjalasafn Íslands geymir stærsta safn frumheimilda um sögu og þróun byggðar og mannlífs í landinu og er þess vegna sá grunnur sem rannsóknir, stjórnsýsla og mannréttindi hér á landi byggja á. Þjóðskjalasafn Íslands gegnir hlutverki sem framkvæmdaraðili opinberrar skjalavörslu og skjalastjórnar auk þess að vera opinbert skjalasafn.
Lesa meira