Ráðstefna félags héraðsskjalavarða

Félag héraðsskjalavarða heldur árlega ráðstefnu þar sem starfsmenn safnanna koma saman og ræða þau mál sem helst brenna á þeim og bera saman bækur.

Dagana 10. og 11. október sóttu starfsmenn skjalasafnsins ráðstefnu félags héraðsskjalavarða í Borgarnesi. Þar var m.a. rætt um rannsóknir á skjalasöfnum, umbótaáætlanir, rafræna varðveislu og frumkvæðisathuganir svo fátt eitt sé nefnt. Þá fóru ráðstefnugestir í heimsókn í Safnahús Borgarfjarðar þar sem Guðrún Jónsdóttir forstöðumaður hússins tók á móti okkur og fræddi okkur um starfsemina og þær sýningar sem þar eru. Ráðstefna félags héraðsskjalavarða er árviss viðburður þar sem starfsmenn ræða málefni safnanna og opinbera skjalavörslu.

Velja mynd