Lýsitexta vantar með mynd.

„Segist dauður en lifir þó“

Á skjalasafninu á Ísafirði starfa fjórar konur að skráningu sóknarmannatala fyrir Þjóðskjalasafn Íslands. Verkefnið er unnið með þeim hætti að sóknarmannatalsbækur eru skannaðar á Þjóðskjalasafni og færðar í sérstakt skráningarkerfi þar sem grunnupplýsingar um bækurnar eru skráðar. Starfsmennirnir á Ísafirði sækja skráningarkerfið á vefsíðu Þjóðskjalasafns og skrá tilteknar upplýsingar á myndunum inn í kerfið. Ætlunin er að að birta þessi gögn á vef Þjóðskjalasafns og eru þau nú þegar að hluta aðgengileg almenningi.

Lesa meira
Lýsitexta vantar með mynd.

Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum afhent Héraðsskjalasafninu

Skjalasafn verkalýðshreyfingarinnar á Vestfjörðum var formlega afhent Héraðsskjalsafninu Ísafirði við athöfn í Baldurshúsinu, Pólgötu 2 Ísafirði, föstudaginn 22. september. Skjalasafnið telur 524 skjalaöskjur sem skráðar eru í 34 deildir verkalýðsfélaga, stofnana, fyrirtækja og samtaka sem félögunum tengjast. Safnið geymir skjöl Alþýðusambands Vestfjarða frá stofnun þess 1927 og einstakra félaga sem störfuðu innan þess, allt til stofnunar Verkalýðsfélags Vestfirðinga á árunum 2002-2005. Afhending safnsins er ein stærsta einstaka afhending sem Héraðsskjalsafninu hefur verið færð og einstök að því leyti að safnið er frágengið, flokkað og skráð þannig að það er tilbúið til notkunar fyrir fræðimenn og aðra áhugasama.

Lesa meira