Norræni skjaladagurinn á laugardaginn

Hús og heimili er yfirskrift norræna skjaladagsins sem að þessu sinni verður laugardaginn 11. nóvember. Að venju munu Þjóðskjalasafn Íslands og héraðsskjalasöfn um allt land bjóða upp á dagskrá er tengist þema dagsins.

Að þessu sinni sýnir Skjalasafnið Ísafirði skjöl og myndir sem tengjast tveimur húsum við Hrannargötu á Ísafirði auk þess sem safnið hefur útbúið stutta fræðslumynd þar sem Jóna Símonía Bjarnadóttir segir frekar frá umræddum húsum og þá sérstaklega reimleikunum í Rauða húsinu. Efnið má einnig nálgast á vefsíðu norræna skjaladagsins.

Skjalasafnið Ísafirði er staðsett í Safnahúsinu á Eyrartúni sem er opið frá kl. 13 til 18 á virkum dögum og kl. 13 til 16 á laugardögum.

Velja mynd